Við höfum öll séð dóttur Bruce Willis og Demi Moore, Rumer, áður. Hún hefur samt breyst svo svakalega að það er ekki víst að maður myndi kveikja á perunni ef maður sæi hana eins og hún lítur út í dag.
Breytingin hófst um það leyti sem Rumer tók þátt í Dancing With the Stars. Þá kom bersýnilega í ljós að hún hafði mikla danshæfileika og gat alveg verið með í „glamúrnum“.
Rumer fékk svo hlutverk í söngleiknum Chicago og vakti mikla athygli þar.
Hárið hennar var litað ljóst og hefur hún haldið sig við ljósa litinn í kjölfarið.