Gwyneth Paltrow ákvað um helgina að fagna 48. afmælisdegi sínum með því að setja nektarmynd af sér á Instagram. Stórstjörnurnar hafa margar hrósað henni fyrir myndina en ekki voru allir jafn hrifnir.
Dóttir Gwyneth, Apple Martin, skrifaði undir myndina: „MOM“ og er greinilega ekki mjög ánægð með að mamma hennar sé að setja svona myndir á Instagram hjá sér.
Apple hefur fengið næstum 20.000 like á athugasemd sína við mynd mömmu sinnar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.