Dóttir hans er dúkka

Börn eru miklir gleðigjafar og gefa manni tilgang með lífinu. Song Bo var greindur með alvarlegan sjúkdóm fyrir tveimur árum sem gerði það að verkum að hann er sífellt með höfuðverk og gerði hann þunglyndan. Ástandið var það slæmt að hann var sannfærður um að hann myndi aldrei eignast konu og þar af leiðandi aldrei eignast börn.

Einn daginn var Song að vafra um á netinu þegar hann rakst á auglýsingu um dúkkur í fullri stærð. Hann keypti sér dúkku sem lítur út eins og lítil stúlka og hefur elskað hana alveg frá því hann fékk hana. Hann fór með tímanum að koma fram við dúkkuna eins og dóttur sína, tók hana með hvert sem hann fór og kallaði hana Xiao Die, sem þýðir Lítið Fiðrildi.

Song Bo býr núna með móður sinni sem hefur ekki haft neitt út á dúkkuna að setja.

Song Bo virðist njóta þess mikið að vera með Xiao en þau „feðginin“ fara saman á kaffihús, í bíó og fleira.

Sagan af Song Bo kann að virðast sorgleg en hún er samt sem áður mjög falleg og hlýjar manni á vissan hátt um hjartarætur.

doll-child10

 

SHARE