Hún deildi þessu ráði sínu á Facebook:
(Varúð- langur póstur)
Ég er vanalega ekki að deila svona en mér var svo misboðið og ég var svo vonsvikin yfir því hvernig Hannah hagaði sér að ég varð að deila.
Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég símtal frá kennaranum hennar á föstudaginn, þar sem hún tjáði mér að Hannah væri að haga sér illa í fjölmörgum tímum í skólanum. Að minnsta kosti tvo daga í röð var hún að ráfa um á göngunum í hádeginu þegar hún átti að vera…með bekknum sínum. Hún var að stríða einni af sinni bestu vinkonum og særði hana virkilega. Hún laug að kennurum um sína eigin (FRÁBÆRU) kennara. Hún var bara að haga sér eins og as**. Já ég sagði eins og as**. Af hverju? Því hún hagar sér eins og slíkur. Ég veit hún er ekki as** en ef hún hagar sér þannig….?
Afleiðingin er: Tómt herbergi. Hún hefur ekkert. Velkomin í unglingafangelsi mömmu lítillar stúlku. Hún verður í sömu fötunum (þ.á.m. bol með áletrun um að vera á móti einelti) alla vikuna. Ég þvæ fötin á kvöldin þegar hún er farin að sofa, en segi henni það ekki. Grimmilegt? Ekki að mínu mati. Ef hún eftir að brjóta lög þegar hún er eldri….
getur hún lent í fangelsi og það er ekki eitthvað sem ég vil fyrir börnin mín. Ég held að vandamálið við þessa kynslóð sé ónægar refsingar. Refsingar þykja slæmar og á bara að nota til að hvetja til jákvæðra verk og virða að vettugi alla neikvæða hegðun. EKKI í þessu húsi.
Þetta barn mun vinna hlutina sína til baka, einn í einu. Alla daga í þessari viku mun hún skrifa þessar setningar.
50 sinnum hverja:
Ég mun ekki ljúga
Ég mun vera góð við alla
Ég mun haga mér vel í skólanum
Ég er sjálfstæð manneskja og tek sjálfstæðar ákvarðanir (hún hefur verið að reyna að kenna vini sínum um slæma hegðun sína)
Ég tek ábyrgð á gjörðum mínum
Þá hefur þetta barn lært það, á erfiðan hátt, að við högum okkur ekki eins og as***.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.