Bobbi Kristina Brown, einkadóttir Whitney Houston heitinnar, fannst meðvitundarlaus í baðkarinu á heimili sínu í gærdag. Eiginmaður hennar kom að henni og hóf að beita hana endurlífgunaraðferðum í snarhasti. Bobbi hefur lengi átt við eiturlyfjavanda að stríða og nú eru tæplega þrjú ár síðan móðir hennar, goðsögnin Whitney Houston, fannst látin í baðkari eftir of stóran skammt af slíkum efnum.
Ekki er enn vitað hvað orsakaði meðvitundarleysi Bobbi Kristina en hún liggur á sjúkrahúsi í augnablikinu. Hvorki eiginmaður hennar eða Bobby Brown, faðir hennar, hafa viljað gefa yfirlýsingar um hvað átti sér stað í raun og veru. Erlendir miðlar segja löregluna vinna að rannsókn málsins.
Tengdar greinar:
Fallegur legsteinn Whitney Houston
Falleg minning um látna stjörnu – Myndband