Fregnir herma að leikarinn Patrick Dempsey, sem við þekkjum sennilega best sem Dr. McDreamy, sé genginn út. Patrick skildi við eiginkonu sína snemma á síðasta ári og samkvæmt skemmtiþættinum Entertainment Tonight er hann nú að hitta leikkonuna Jennifer Garner. Jennifer skildi einnig á síðasta ári eins og flestum er kunnugt, en hún var lengi gift leikaranum Ben Affleck. Dempsey og Garner léku saman í myndinni Valentine´s Day og hafa verið góðir vinir lengi. Það var þó víst ekki fyrr en nýlega sem vinátta þeirra varð að einhverju meira.
Sjá einnig: Er Dr. McDreamy að skilja?