Þó hrukkukrem séu góð til síns brúks getur líka verið gott að prófa náttúrulegar aðferðir til að draga úr hrukkum. Þú getur þá metið hvort virkar betur.
Eggjahvítur
Hrærðu saman nokkrar eggjahvítur í skál og nuddaðu þeim svo inn í húðina. Láttu þorna í 15 mínútur og þrífðu af með volgu vatni. Húðin drekkur í sig bæði B og D-vítamín úr eggjahvítunum.
Ólífuolía
Góð ólífuolía getur hjálpað við að halda húðinni mjúkri og stinnri. Settu lítinn dropa á fingurna og nuddaðu vel inn í húðina áður en þú ferð að sofa. Þrífðu svo af með þvottapoka og volgu vatni.
Nudd
Taktu þér smá tíma og nuddaðu andlitið með góðu rakakremi. Einblíndu á háls, enni og húðina undir augunum. Ef þú vilt gera vel við þig geturðu líka fengið andlitsnudd á snyrtistofu.
Ávextir og grænmeti
Þú ert það sem þú borðar, segja þeir. Því hollara sem þú borðar því betur líturðu út. Borðaðu nóg af ávöxtum og grænmeti til að ýta undir heilbrigði húðarinnar.
Sítrónusafi
Skerðu sneið af sítrónu og nuddaðu safanum inn í fínu línurnar á andlitinu. Húðin mun geisla á eftir og hrukkurnar verða síður sýnilegar.
Heimildir: Fréttatíminn