Draugabærinn í Kanada

Smábærinn Kitsault hefur allt sem lítill bær þarf að hafa. Þar eru falleg hús, notalegar íbúðir, veitingastaðir, verslunarmiðstöð og bókasafn.

Það eina sem vantar eru íbúar.

Fyrir 30 árum bjuggu um 1200 íbúar í Kitsault og þarna var starfrækt náma. Þegar námunni var lokað fluttu allir í burtu og bærinn hefur staðið auður síðan. Einhverra hluta vegna hefur rafmagnið aldrei verið tekið af bænum þannig að það er eins og einhver búi þar, en svo er ekki.

 

Myndir Chad Graham
Tengdar greinar:

Yfirgefnir staðir eru framandi

Iðnaðarlofti breytt í frábæra íbúð

17 frábær húsráð fyrir þig

SHARE