Talandi um konur og þann tíma mánaðarins; hvaða kona kannast ekki við guðdómlegar dömubindaauglýsingar? Stúlkur sem eru á „þeim tíma mánaðarins” og svífa léttstígar um, íklæddar fótboltaskóm. Nú, eða pinnahælum. Nema þær snúi sér viðstöðulaust í hringi, dreymnar á svip, í hringskornum pilsum ….
… getur sú mýta staðist að „sá tími mánaðarins” reynist einhverjum konum svona draumkenndur, léttur og þægilegur? Ætli eitthvað sé til í þeirri fjaðurmögnuðu þvælu að konum líði aldrei betur en á þeim tíma mánaðarins?
Buzz, sem áður, tók á þessari einkennilegu mýtu:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.