Þessi uppskrift er svo sannarlega DRAUMUR! Þið bara verðið að prófa að baka þessa frá Matarlyst.
Hráefni
4 egg
200 g sykur
75 g hveiti
1 tsk lyftiduft
120 g kókosmjöl
80 g döðlur skornar niður
100 g suðursúkkulaði saxað
200 g pipp súkkulaði (2 plötur)
½ l rjómi + 3 dl til að toppa með.
Jarðaber
Bláber
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.
Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
Blandið saman hveiti og lyftidufti, bætið út í eggjahræruna vinnið saman á lágum hraða.
Skerið döðlur niður, saxið suðursúkkulaði bætið út í ásamt kókosmjöli, blandið varlega saman við á lægsta hraða eða með sleikju.
2 hringform 26 cm.
Teiknið eftir botni formanna á bökunnarpappír, klippið út leggið í botninn, smyrjið hliðar formsins, dassið örlítið af hveiti inn í.
Skiptið deiginu jafnt á milli formanns smyrjið út.
Bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 12-15 mín fer eftir ofnum.
Látið botnana kólna alveg áður en fyllingin er sett á milli.
Fylling
½ l rjómi
150 g pipp súkkulaði skorið niður.
Þeytið rjómann, bætið súkkulaðinu út í blandið saman, setjið á milli botnanna.
Toppur
3 dl rjómi þeyttur
50 g pipp
Jarjaber
Bláber
Þeytið rjómann, setjið ofaná botninn, dassið berjum yfir, toppið með súkkulaðimolum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.