Fíngert og fagurlagað, silfrað að lit og virðist við fyrstu sýn vera abstrakt skúlptúr með örlítið framúrstefnulegum blæ.
Líttu þó betur.
Hálsmenið sem sjá má hér að ofan stafar orðin I AM STARSTUFF með amínósýrukóða. Magnað fyrirbæri, ótrúlega fallegur skartgripur og það sem meira er; þetta hálsmen má kaupa gegnum vefsíðuna I LOVE SCIENCE, sem heldur úti allsérstæðri gjafaverslun.
Hér má sjá hvernig orðin eru stöfuð – en hér er amínósýrukóðinn:
Sjálft hálsmenið og hönnun þess er óður til Carl Sagan, sem var bandarískur stjörnufræðingur og sagði eitt sinn á frummálinu:
“The nitrogen in our DNA, the calcium in our teeth, the iron in our blood, the carbon in our apple pies were made in the interiors of collapsing stars. We are made of starstuff.”
Hálsmenið, sem er úr silfri, kostar litlar 25.000 íslenskar krónur og má panta hér en að neðan fara nokkrar nærmyndir af þessari sérstæðu hönnun sem mun án efa rata í einhverja jólapakka í ár:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.