Draumur nördsins er fæddur: I AM STARSTUFF

Fíngert og fagurlagað, silfrað að lit og virðist við fyrstu sýn vera abstrakt skúlptúr með örlítið framúrstefnulegum blæ.

Líttu þó betur.

Hálsmenið sem sjá má hér að ofan stafar orðin I AM STARSTUFF með amínósýrukóða. Magnað fyrirbæri, ótrúlega fallegur skartgripur og það sem meira er; þetta hálsmen má kaupa gegnum vefsíðuna I LOVE SCIENCE, sem heldur úti allsérstæðri gjafaverslun.

 

Hér má sjá hvernig orðin eru stöfuð – en hér er amínósýrukóðinn: 

starstuff_index

Sjálft hálsmenið og hönnun þess er óður til Carl Sagan, sem var bandarískur stjörnufræðingur og sagði eitt sinn á frummálinu:

“The nitrogen in our DNA, the calcium in our teeth, the iron in our blood, the carbon in our apple pies were made in the interiors of collapsing stars. We are made of starstuff.”

Hálsmenið, sem er úr silfri, kostar litlar 25.000 íslenskar krónur og má panta hér en að neðan fara nokkrar nærmyndir af þessari sérstæðu hönnun sem mun án efa rata í einhverja jólapakka í ár:

ifls_product_2014_10_002-starstuff ifls_product_2014_10_004-starstuff

ifls_product_2014_10_006-starstuff_main

SHARE