Kim Kardashian er í mikilli afneitun vegna þess hve dóttir hennar eldist hratt, en hún blés engu að síður til afmælisveislu í prinsessustíl fyrir North West í vikunni, sem varð þriggja ára þann 15. júní. Í tilefni dagsins skrifaði hún líka afmæliskveðju til dóttur sinnar á Instagram: „Ég trúi ekki að litla stúlkan mín sé þriggja ára í dag. Northie ég get ekki lýst því hvað ég elska þig mikið. Til hamingju með afmælið þitt, uppáhalds hafmeyjan mín.“
Veislan var haldin í Disneylandi og var Kim dugleg að taka myndir af dóttur sinni og birta þær á samfélagsmiðlum. Meðal annars mátti sjá mynd af þeirri litlu í bleikum prinsessukjól umkringd fígúrum úr teiknimyndinni um Bamba. Í texta við myndina þakkaði Kim Disneylandi fyrir að láta drauma dóttur sinnar rætast á afmælisdaginn.
Þá birti hún myndir af þeim mæðgunum saman þar sem hún sést kyssa hana og kjassa. „Ég mun aldrei hætta að kyssa þig og elska þig og angra þig,“ skrifaði raunveruleikastjarnan við myndina.
Öll Kardashian fjölskyldan mætti að sjálfsögðu í afmæli North litlu, þar á meðal Kourtney, systir Kim, ásamt manni sínum, Scott Disick, og börnum þeirra, Mason og Penelope. Og þar sem fleiri börn voru á svæðinu passaði Kim vel upp á að North væri meðvituð um að þetta væri dagurinn hennar og að allt snérist um hana þennan dag, ekki önnur börn.