Drengurinn sem var Hollywoodleikari í fyrra lífi

Ryan Hammond segist hafa lifað áður og það sem meira er, segist hann hafa verið leikari í Hollywood. Hann er meira að segja með nokkuð nákvæmar minningar frá lífi sínu sem þessi leikari.

Margir trúa því að sálin sé eilíf og það eina sem deyi sé í rauninni líkaminn. Þegar það gerist fari sálin eitthvert annað og fæðist aftur í öðrum líkama. Sama hverju maður trúir er saga þessa drengs frekar mögnuð.

Ryan er frá Oklahoma og sagði frá reynslu því á NBC News þegar hann var aðeins 10 ára gamall. Hann segist hafa verið leikarinn Marty Martyn í fyrra lífi, en hann lést fyrir næstum 40 árum áður en Ryan fæddist. 

Ryan á minningar frá því þegar hann var í Hollywood á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og minnist þess þegar hann var kýldur af lífverði Marilyn Monroe. Það sem er kannski óhuggulegra er að Ryan segist muna eftir andláti sínu, þegar hjarta hans „sprakk“ og þegar hann gekk „inn í ljósið“.

Marty varð aldrei mjög stór í leiklistinni en hann lék oft aukahlutverk. Hann varð líka mjög vinsæll í Hollywood sem umboðsmaður. Hann bjó í miklum lúxus í New York, gifti sig fjórum sinnum og fór reglulega í frí til Parísar.

Hann lést úr heilablóðfalli 61 árs árið 1964.

Samkvæmt móður Ryans fór hann að tala um fyrra líf sitt þegar hann var um fimm ára. Í fyrstu trúðu foreldrar hans honum ekki en Ryan þrábað þau um að fara með sig til Los Angeles svo hann gæti „hitt hina fjölskylduna sína“.

 

 

Ryan vaknaði stundum upp á nóttunni kallandi „ACTION“ eins og hann væri á tökustað í Hollywood. Móðir hans fór að trúa honum og fór á bókasafn til að finna heimildir um Hollywood. Ryan sá svart hvíta mynd af leikaranum George Raft og benti á hann og sagðist hafa „gert mynd“ með leikaranum. Þegar hann var aðeins 6 ára gamall, fékk Ryan að hitta dóttur Marty og var það tekið upp til heimildarmyndargerðar. Hann fór á staði í Los Angeles sem Marty hafði oft verið á og dóttir Marty staðfesti að minningar hans voru réttar.

Með tímanum hafa minningar Ryan frá því hann var Marty orðið færri og óljósari þó hann eigi enn margt sameiginlegt með leikaranum. Hann elskar New York og Hollywood myndi. Barnasálfræðingurinn og rithöfundurinn Jim Tucker segist trúa því að Ryan sé í alvöru Marty endurfæddur. Einn kafli bókar hans „Return to Life“ segir frá tilviki Ryans.

Jim sagði í viðtali við The Sun: „Heimurinn virkar bara ekki eins og við höldum eða gerum ráð fyrir. Málin sem ég hef skoðað hafa enga venjulega útskýringu sem heimurinn vill venjast.“

Þetta er meira en lítið áhugavert.

 

Sjá einnig:

SHARE