Drykkur dagsins er með eplum og sólberjum

Oft gefur maður sér ekki tíma til að borða ávexti yfir daginn en þumalputtareglan er sú að maður eigi að borða 5 ávexti á hverjum degi. Ég reyni mitt besta en yfirleitt næ ég varla 1 ávöxt á dag, því miður.

Ég var staðráðin í því að bæta úr þessari döpru neyslu minni á ávöxtum og hafði verið að hugsa um þetta í nokkra daga. Á þessum dögum rakst ég á þessa drykki í verslun. Þvílíka snilldin! Ég keypti mér nokkra svona drykki og ákvað að drekka allavega einn á dag í viku. Bara til að prófa.

 

Sjá einnig: Drykkur dagsins er með mangó og ástaraldinum

Ég fann það strax á fyrsta degi að ég var að gera góða hluti. Þvílík orka og vellíðan! Mig vantaði greinilega einhver vítamín í kroppinn á mér því á degi 3 vaknaði ég með einhverskonar tilhlökkun í drykkinn sem beið mín inni í ísskáp. Núna get ég ekki startað deginum án þess að fá mér einn svona ávaxta smoothie eða eitt glas af djúsnum.

Þessa vikuna ætlum við að hafa Innocent viku.

Einn drykkur á dag sem ég ætla að sýna ykkur og segja ykkur frá.

Drykkur dagsins í dag er

 

apples and blackcurrants kids

Þessi drykkur er fyrir krakkana á heimilinu og er með bragði af eplum og sólberjum. Ein svona ferna kemur í staðinn fyrir 1 af þeim 5 ávöxtum sem maður á að borða yfir daginn í 180 ml. Í einni svona fernu er blandað saman epli, sólberjum, banana og vínberjum og útkoman er rosalega gómsæt. Það eru engir bitar eða kekkir í safanum en börnum finnst það oft mjög ógirnilegt að fá upp í sig einhverja bita.

 

Innihald:

Screen Shot 2015-06-30 at 3.46.45 PM

 

Heilt pressað epli  –      1/3 banani  –       safi úr 8 sólberjum

Screen Shot 2015-06-30 at 3.46.52 PM

Safi úr 4 vínberjum

Við ætlum að gefa heppnum lesanda eina 6 stk pakkningu af þessum safa. Vertu með, með því að skrifa hér fyrir neðan hver er þinn uppáhaldsávöxtur?

SHARE