Drykkur dagsins er með granateplum, bláberjum og acaí

Oft gefur maður sér ekki tíma til að borða ávexti yfir daginn en þumalputtareglan er sú að maður eigi að borða 5 ávexti á hverjum degi. Ég reyni mitt besta en yfirleitt næ ég varla 1 ávöxt á dag, því miður.

Ég var staðráðin í því að bæta úr þessari döpru neyslu minni á ávöxtum og hafði verið að hugsa um þetta í nokkra daga. Á þessum dögum rakst ég á þessa drykki í verslun. Þvílíka snilldin! Ég keypti mér nokkra svona drykki og ákvað að drekka allavega einn á dag í viku. Bara til að prófa.

Sjá einnig: Drykkur dagsins er með mangó og ástaraldinum

Ég fann það strax á fyrsta degi að ég var að gera góða hluti. Þvílík orka og vellíðan! Mig vantaði greinilega einhver vítamín í kroppinn á mér því á degi 3 vaknaði ég með einhverskonar tilhlökkun í drykkinn sem beið mín inni í ísskáp. Núna get ég ekki startað deginum án þess að fá mér einn svona ávaxta smoothie eða eitt glas af djúsnum.

Þessa vikuna ætlum við að hafa Innocent viku.

Einn drykkur á dag sem ég ætla að sýna ykkur og segja ykkur frá.

Drykkur dagsins í dag er

Pomegranates, bluberries and acai

 

Þessi drykkur er eins hollur og þeir gerast. Hann er stútfullur af vítamínum og nokkrum af hollustu berjum sem til eru.Hann er grænn og ótrúlega bragðgóður.  Ein svona 250 ml flaska kemur í staðinn fyrir 2 ávexti af þeim 5 sem maður á að borða yfir daginn.  Í svona flösku er blandað saman acaí berjum, vínberjum, banana, bláberjum, appelsínu, granatepli og smá sítrónu.  Drykkurinn gefur manni fullt af c vítamínum og flaskan passar í flestar handtöskur svo hægt er að grípa hana með á leiðinni út af heimilinu.

Screen Shot 2015-07-06 at 3.41.33 PM

 

 

 

7 afhýdd acaí ber – 3/4 banani – 26 kramin bláber – 23 pressuð vínber

Screen Shot 2015-07-06 at 3.41.42 PM

 

 

1/3 appelsína – 1/3 pressað granatepli – Smá sítrónusafi

 

 

Við ætlum að gefa heppnum lesanda eina 6 stk pakkningu af þessum safa. Vertu með, með því að skrifa hér fyrir neðan hver er þinn uppáhaldsávöxtur?

SHARE