Dumlekladdkaka

Þessi kaka getur ekki annað en slegið í gegn! Uppskriftin er frá Eldhússystrum og þið verðið eiginlega að prófa þessa.

Kladdkaka með dumlekaramellum

3 egg
4 dl sykur
1 tsk vanillusykur
4 – 5 msk kakó
2 dl hveiti
150 gr brætt smjör
Smá sjávarsalt
20 dumlekaramellur, smátt skornar

Aðferð
Hitið ofninn í 175°.

Bræðið smjörið. Hrærið saman egg og sykur, blandið þurrefnunum saman við eggjasykurblönduna og blandið að lokum smjörinu saman við. Ekki nota hrærivél eða handþeytara, það á að hræra kladdköku í höndunum. Blandið að lokum helmingnum af karamellunum saman við deigið.

Smyrjið 22 – 24 cm springform. Hellið deiginu í formið og bakið í 20 – 30 mínútur. Takið kökuna út 3 mínútum áður en hún er fullbökuð og dreifið afganginum af karamellunum yfir, setjið aftur inn í ofninn og látið karamellurnar bráðna. Látið kökuna kólna aðeins áður en hún er borin fram, hún á að vera eins og hún sé næstum óbökuð í miðjunni  – kladdkökur stífna svo þegar þær kólna. Berið fram með þeyttum rjóma.

SHARE