Þar sem mér hefur nánast tekist að sannfæra alla fjölskylduna um það að glútenlausir réttir, brauð og kökur eru engu síðri en þetta “venjulega” keppumst við við að prófa okkur áfram. Hér er uppskrift af glútenlausu brauði sem ég gerði til að hafa með dásemdar súpu sem ég hafði í kvöldmatinn. Það þarf vart að taka það fram……en brauðið er búið.
Uppskrift
(Tvö stór brauð)
- Semper glútenlaust hveiti – 1000 gr.
- Þurrger – 1 msk
- Salt – 1,5 msk
- sykur – 2 msk
- Volgt vatn – 850 ml
- Sesamfræ – 3 msk
- Sólblómafræ – 3 msk
- Graskersfræ – 3 msk
- ( fræin eru ekkert heilög. Getið ráðið hvað fræ þið viljið setja í brauðið og hversu mikið)
Aðferð.
- Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
- Bætið svo vatninu útí og hnoðið í hrærivél í 3-4 min. Best er að notast við hrærivél og nota hnoðarann
- Setjið plastfilmu yfir skálina með deginu í og leyfið því að hefast í 1 klukkutíma.
- Skiptið deginu í tvennt og setjið á smjörpappír.
- Glútenlaust deig er oftast “blautara” en “venjulegt” deig. Gott er að bleyta hendurnar og strjúka yfir degið til að forma það til. Skerið svo þrjár 1 cm djúpa skurði í brauðið.
- Hitið opninn uppí 230 gráður og setjið eldfastmót með vatni í neðstu hilluna í ofninum.
- Setjið brauðið inní miðjan ofninn og bakið í c.a. 35-40 min.
Svo er náttúrlega nauðsynlegt að setja nóg af íslensku smjöri á brauðsneiðina.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.