Dúnmjúkt ostabrauð

Þessi dásemd er frá Matarlyst. Æðislegt til að taka með í sumarfrí eða bjóða upp á með kaffinu

Ostabrauð

500 ml volgt vatn
1 pk þurrger 
2 msk sykur 
250 g kotasæla
2 tsk salt
1 kg hveiti 
1 poki rifinn ostur t.d pizza
1 egg til að pensla með í lokin

Aðferð 

Vatn, ger, og sykur sett saman í hrærivélaskálina, látið taka sig um stund, pískið saman, setjið kotasæluna út í blandið saman.
Hveiti og salti blandað saman, sett og út í hrærivélaskálina, hnoðið saman á lágum hraða í 4 mín. Bætið ostinum út í hnoðið áfram í 1 mín, þrýstið restinni af ostinum inn í deigið ef þarf. Látið lyfta sér undir klút/eða selló í 30 mín.
Mótið deigið að vild. Ef þið ætlið að gera bollur skerið þá deigið niður í hæfilega stóra bita 18-20 stk, veltið deiginu inn miðju 2-3 hringi mótið svo bollu með lófunum, leggið á bökunarpappír. Ef gera á fléttubrauð þá gefur þessi uppskrift 3 stk brauð.

Sjá einnig: Gamaldags vínarbrauð

Látið lyfta sér aftur í 20 mín. Penslið deigið með eggi ( sem búið er að píska saman )
Hitið ofninn í 190 gráður og blástur bakið í ca 20- 25 mínútur.

Gott er að frysta brauðið, það er skamma stund að þiðna á borði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here