Sá þessi einföldu og fallegu kertaglös á Ourbestbites, upplagt að fönda fyrir matarborðið, í gluggann eða sem tækifærisgjafir.
Myndir eru prentaðar á vellumpappír, glös og krúsir sem til falla notaðar, myndin klippt til að passa á hæðina á glasinu/krúsinni.
Tvöfalt límband sett utan á krúsina og myndin einfaldlega límd á þannig. Ef að glasið/krúsin er mjög stór þarf að nota fleiri en eina mynd og þá er fallegast ef að þær mætast á límbandinu, síðan má setja borða eða annað til að hylja samskeytin.
Sprittkerti eru síðan sett í glasið/krukkuna, fleiri ef að glasið/krukkan er stórt. Það má jafnvel nota batterískertin og þá er komið næturljós fyrir svefnherbergi barnanna eða baðherbergið.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.