Á sama tíma og maðurinn hannaði hurð til að loka heimili sínu var dyrahamarinn fundinn upp. Og hann þjónaði ekki aðeins þeim tilgangi að tilkynna komu gesta. Í gegnum aldirnar stóð hann vörð um og verndaði heimilið. Og form hans getur verið afar fjölbreytt, allt frá hefðbundnum hamar eða handfangi yfir í goðsagnakenndar verur og dýr sem eru verndartákn skv. fornum sögnum eða hverdagslegir hlutir sem gefa iðn húseigandans til kynna. Dyrahamar gefur nægt rými fyrir ímyndunaraflið og í myndasafninu má sjá fjölbreytt safn af þeim.
Þessir eru mitt uppáhald.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.