Gamestöðin verður með sérstaka kvöldopnun vegna útgáfu leiksins í Kringlunni í kvöld og verður búið að breyta anddyrinu fyrir framan Gamestöðina í skemmtistað og þar verður mjög mikið um að vera.
Dýrasti leikur allra tíma, Grand Theft Auto 5, kemur formlega út á morgun, þriðjudag, en forsala á honum hefst á nú í kvöld í Gamestöðinni í Kringlunni. Leikurinn er nú þegar búinn að setja Íslandsmet í forsölu en yfir 1000 forpantanir hafa nú þegar verið gerðar.
GTA 5 er dýrasti leikur allra tíma og slær að auki út kostnað allra Hollywood-kvikmynda sögunnar, fyrir utan eina; Pirates of The Carribean 3: At World´s End. Leikurinn kostaði um 265 milljón dollara eða 32 milljarða íslenskra króna.
Kvöldopnunin hefst kl. 20:00 og 2 tímum síðar verður byrjað að afhenda leikinn. Þá verða nokkrir af flottustu sportbílum landsins á svæðinu auk þess mæta BlazRoca og Emmsjé Gauti á svæðið sem og óvæntar uppákomur verða.
Þetta er kvöld sem þú vilt ekki missa af!