
Þessar kökur. Ó, þessar kökur. Blaut súkkulaðikakan, mjúkt Oreokexið og unaðurinn sem fylgir því að fá hnetusmjör á tunguna. Ég á erfitt með að fara ekki út í klámfengnar og klúrar lýsingar. Ég ætla þó að hemja mig. Aldrei slíku vant.
Sjá einnig: Oreo ostakökubitar – Uppskrift
Brownies með Oreo & hnetusmjöri
Betty Crocker Brownie Mix (egg & olía)
2 kassar Oreokex
hnetusmjör (fínt hentar betur)
stór muffinsform
Já. Þið sjáið rétt. Þetta eru tvö Oreokex með hnetusmjöri á milli.
Í muffinsform með þetta.
Útbúið browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa. Vænn skammtur af því fer svo í hvert form.
Inn í ofn í svona rúmlega 20 mínútur.
Ekki raða í ykkur heilli uppskrift á tæpum sólahring. Það veldur manni ófyrirséðum óþægindum.
Já, ég tala af biturri reynslu.
Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.