Dýrindis brauðbollur – Uppskrift

Það er fátt betra en rjúkandi heitar brauðbollur á laugardags- eða sunnudagsmorgnum. Já eða bara með kaffinu! Þessi uppskrift að grófum bollum er í senn einföld, fljótleg og mjög ljúffeng. Auðvitað eru þær bestar beint úr ofninum en samt alveg góðar daginn eftir líka.

200 gr. fínt spelt

100 gr. heilhveiti

50 gr. hveitikím

100 gr. haframjöl

3 tsk vínsteinslyftiduft

½ tsk salt

30 gr. sesamfræ

30 gr. sólblómafræ

30 gr. graskersfræ

4 dl ab mjólk

1 msk ólífuolía

Egg til penslunar

 

Aðferð

1. Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið.

2. Bætið AB mjólkinni við ásamt olíu og hrærið áfram þar til deigið hættir að klístrast við skál eða putta. Gott er að bæta henni í dl fyrir dl til að sjá hvort þið þurfið minna eða meira af henni.

3. Hnoðið á borði og mótið 8-9 meðalstórar bollur.

4. Penslið með eggi og dreifið sesam- og/eða graskersfræjum yfir.

5. Bakið í 180 gráðu heitum ofni í 20-25 mínútur eða þar til þær verða fallega brúnar.

SHARE