Þetta grænmetislasagna er alveg hrikalega gott
Grænmetis-lasagne
2-3 rauðlaukar
1 hvítlaukur
3 paprikur , gul, rauð og græn
2 kúrbítar
200 grömm sveppir
4 gulrætur
1 höfuð spergilkál
2 dósir tómatar, stórar
u.þ.b. 2 matskeiðar tómatmauk
Pipar
Oregano, eftir smekk
Basilíka, eftir smekk
500 grömm kotasæla
Lasagneplötur, ferskar helst
Ostur, rifinn, eftir smekk
Leiðbeiningar
Saxið rauðlauk, hvítlauk, paprikur og kúrbít og sneiðið sveppi og gulrætur. Skiptið spergilkálinu í litla kvisti. Setjið allt nema kotasæluna í pott og látið malla við lágan hita í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til sósan er orðin mátulega þykk. Bætið þá kotasælunni út í, blandið vel saman og látið malla í 20-30 mínútur til viðbótar. Smyrjið eldfast mót með örlítilli ólífuolíu, leggið þriðjunginn af lasagneplötunum á botninn og hellið þriðjungnum af sósunni ofan á. Endurtakið tvisvar sinnum. Stráið að endingu rifnum osti yfir, t.d. blöndu af mozzarella og 17% gouda, og bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur.