Við fengum þennan dásamlega rétt sendan frá lesanda:
Fékk þennan í arf frá móður minni sálugu.
650 gr Nautahakk
1 1/2 msk kartöflumjöl
beikon bréf lítið
2 egg frekar stór
mjólk
ostur
krydd
Hakkið brúnað á pönnu og kryddað, sett í eldfast form, miðlungsstórt. Píska saman egg og mjólk ég slumpa bara.
Setja eina til eina og hálfa matskeið kartöflumjöl saman við hakkið láta það blandast vel saman.
Sjá einnig: Æðisleg fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu
Hella vökvanum yfir hakkið.
Breiða beikon sneiðar yfir. Stundum eru þau stór og þá klippi ég þau niður í minni bita.
Ég sker ost í sneiðar og læt enga glufu vera. Hef þetta inni á ca 150/170° heitum ofni kíki eftir 45 mín ef ostur er orðin vel brúnn er rétturinn tilbúinn.
Gott að hafa snittubrauð með og ef til vill spaghetti og tómatsósu eða hvað sem hver vill.