Dýrindis spakkettí Kötu vinkonu

 Hún Kata vinkona mín er ekki bara einstaklega skemmtileg kona heldur er hún meistari í því að útbúa og uppgvöta allskonar, auk þess sem hún er snillingur í að hafa hlutina einfalda og einstaklega ráðagóð.

Það er engin eins og hún, en hér kemur ein uppskrift frá henni.

Ekki fyrir nákvæma en klárlega fyrir þá sem elda með hjartanu.

 

Uppskrift:
Hakk – steikja og krydda eftir smekk 😉Ég nota bara salt og pipar
Spaghettí – Læt vatn í pott og leyfi suðu að koma upp, set þá lófafylli af spaghettíi, dass af olíu og smá salt ofan í pottinn. Fylgist með spaghettíi og tek það af um leið og það verður mjúkt og sigtið þá allt vatn af og hræri Scala pestó með chili í spagettíið.

Samsetning: Hakkið er sett á stóran disk. Spaghettíið með Scala pestó með chili sett ofaná og svo ríf ég yfir þetta allt parmesan ost. Það er gott að hafa snittubrauð eða salat með, en það þarf ekki að mínu mati… njótið!

SHARE