Við höfum eflaust verið ófá límd við sjónvarpið seinustu vikur og horft á allskyns sjónvarpsefni sem við hefðum annars ekki eytt tíma okkar í. Ég til dæmis hef horft á allskonar þætti á Netflix sem ég, undir venjulegum aðstæðum, hefði ekki valið mér að horfa á á góðu marskvöldi. En neyðin kemur manni á ýmsa furðulega staði. Ég datt til að mynda á þætti sem heita Love is Blind og svo þættina um Tiger King. ALLAMALLA! Þetta eru klukkutímar sem ég fæ ekki til baka… sem betur fer því klukkutímarnir eru svolítið lengur að líða þessa dagana en vanalega.
Ég rakst á þessar myndir á netinu og gat ekki annað en deilt þeim með ykkur. Ef þið hafið horft á Tiger King, eins og ég í örvæntingafullri leið til að láta tímann líða, þá hafið þið gaman að þessu.
Ef fólkið í Tiger King væri í Game of Thrones þá væru hlutverkin eflaust eitthvað á þessa leið:
Joshua Dial / Samwell Tarly
Kelci Saffery / Jaime Lannister
Erik Cowie / The Hound
Joe Exotic / Jon Snow
Allen Glover / Night King
James Garretson / Varys
Jeff Lowe / Littlefinger
Carole Baskin / Cersei Lannister
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.