„Ef hún væri á Ítalíu myndi líklega búa í henni pínulítill mafíósi“

Á dögunum gerði ung kona sem kallar sig Sunny Sweetness allt vitlaust í netheimum með videobloggi sínum. Síðan þá hefur hún mikið verið á milli tannanna á fólki og margt misjafnt verið um hana sagt. Sigga Kling rýndi í fæðingardaginn hennar og útbjó talnaspeki fyrir þessa röggsömu konu.

Sunny Sweetness er í útkomu 28, sem gerir hana 1 í talnaspeki.

Ásinn er leiðtogi, eins og hún Sunny greinilega er. Það er ekki endilega að hún vilji vera leiðtogi margra, heldur vill hún vera sinn eigin leiðtogi.

Hún tekur sjálfstæðar ákvarðanir, og lætur sér fátt um finnast hvað aðrir segja í kringum hana. Hún er trygglynd og passar upp á sitt fólk og ef hún væri á Ítalíu myndi líklega búa í henni pínulítill mafíósi. Svo hún Sunny okkar Sweetness er eins og eikartré. Það þýðir ekki að færa það úr stað, því eikartréð er sterkt og stendur af sér óveður.

Sunny er stödd á ári ástar og frjósemis fram til júní. En hún hefur hingað til verið frjósöm og séð um að fylla heiminn, sem er alveg bráðnauðsynlegt fyrir okkar þjóð. Öll góð ást sem er til í kringum hana mun eflast á þessu ári. En erfið ást og vinátta sem var ekki upp á marga fiska mun springa.

Það er búinn að vera mjög sterkur tími hjá Sunny í nóvember, desember og janúar. Hún er bogamaður og Júpíter er stjarnan hennar, þar af leiðandi mun hún alltaf lenda á löppunum. Alveg sama hvaða einelti hún lendir í.

Þess má til gamans geta að Rósa Ingólfs var ekki par hrifin af öfgafemínistum heldur.

Áhugsömum má benda á að það er afar einfalt að reikna út eigin lífstölu. Þú einfaldlega reiknar þversummuna af fæðingardegi þínum. Og svo aftur þversummuna af þeirri útkomu. Tökum dæmi: sá sem fæddur er 19‘07‘1990 er með töluna 9. (1+9+7+1+9+9= 36, 3+6= 9). Þá á bara eftir að fá einhvern sérfróðan til að segja þér hvað talan þín merkir. En það er önnur saga.

 

SHARE