Ef þú vilt vera í sambandi sem á að endast þarftu að tala um óskir þínar og langanir. En hvernig á maður að gera það?
Talið saman áður en þig verðið mjög náin
Það er góð hugmynd að átta sig á hvað fólk hefur í huga um framtíðina áður en kemur til kynmaka því að dópamínið og kynhormónin sem þá fara um heilann rugla alla hæfni til að hugsa og taka ákvarðanir.
Hikaðu ekki
“Vertu ekki hrædd við að vera öðruvísi. Hikaðu ekki við að segja honum hvers þú væntir í sambandinu.”
Ungar konur nú á dögum eru hikandi að tjá hug sinn um framtíðina og til hvers þær ætlast. Þær óttast að maðurinn láti sig hverfa. Í samfélagi okkar er nóg um kynlífstiIboð en ekki mikið um ást. Manni gæti dottið í hug að karlmenn hefðu vinninginn í stöðunni. Sannleikurinn er sá að rannsóknir sýna að því fleiri bólfélaga sem maðurinn hefur átt þeim mun færri konur hittir hann sem honum finnast aðlaðandi. Konan sem er öðruvísi en hinar, konan sem veit hvað hún vill og er ekkert hrædd við að tjá sig um það er einmitt konan sem honum finnst eitthvað til um. Vertu ekki hrædd við að vera öðruvísi.
Vertu heiðarleg og opin og leitaðu að rétta manninum
Ef þú talar í hálfkveðnum vísum er næsta víst að þú verður bara fyrir vonbrigðum eins og fjöldi kvenna hefur reynt. Þú getur jafnvel dottið niður í þunglyndi og alvarlega vanlíðan. Það er mikilvægt fyrir andlega heilsu þína að þú gerir þér grein fyrir hvers þú óskar og gerir væntanlegum bólfélaga grein fyrir því.
Ef þú ert hrædd um að hann láti sig þá hverfa er rétt fyrir þig að hafa í huga að menn sem eru á höttunum eftir skammvinnu gamni láta sig sjálfsagt hverfa en hinir fara hvergi. Þú tapar því aldrei á því að segja frá þínum væntingum