„Ef þú hefur ekkert jákvætt að segja, skaltu bara þegja!“

Okkur er það mikill heiður að fá Siggu Kling í lið með okkur hérna á Hún.is. Sigga ætlar að vera með spjall hjá okkur að minnsta kosti 1 sinni í viku og mun hún deila sinni visku með okkur af sinni alkunnu snilld.

Í þessu myndbandi er Sigga að tala um hvað við erum alltaf tilbúin í að vera með „einhver bölvuð leiðindi á Facebook“. Hún segir, sem er svo rétt, að „ef þú hefur ekkert jákvætt að segja, skaltu bara þegja!“.

Sigga vill líka að við förum ekki í mótmælagöngur, heldur fara frekar í meðmælagöngur og segja hvað þú vilt sjá gerast. Hún biður okkur líka að ímynda okkur að við séum að fara í okkar eigin jarðarför, sem er mjög áhugaverð hugsun.

SHARE