„Ef við værum hérna tvö, værirðu liggjandi í þínu eigin blóði!“ – Ævisaga 24 ára konu

Mig langar svolítið að segja ykkur mína sögu, hvernig mitt líf hefur spunnið upp og hvernig ég hef tekið því.

Frá 2.-10.bekk var ég lögð í einelti, ég átti aldrei marga vini og átti erfitt með að passa inn í bekkinn útaf því. Eineltið var mest af eldri krökkum fyrst, en jókst svo á jafnaldra mína og kennara þegar ég varð eldri. Ég æfði mikið af íþróttum og var mjög efnileg en það hjálpaði lítið að ég fékk ekki neina „viðurkenningu“ þar sem eineltið átti sér einnig stað þar.

Það var ekki nóg með það að ég hafi verið lögð í rúst í skólanum og öryggið molnað innan skólaveggja heldur var heimilið mitt alls ekki svo fullkomið. Foreldrar mínir lögðu hendur á mig og mikið andlegt ofbeldi átti sér stað og ég átti yngri systkini sem mér bar skylda á að hugsa um að öllum stundum svo það var lítill tími fyrir heimanám eða að vera með þeim fáu vinkonum sem ég átti.

Ég átti t.d einn vin sem mér þótti rosalega vænt um sem að var í sömu íþróttagrein og ég, en einn daginn ýtti hann mér á almeningsklósett og ætlaði að sofa hjá mér. Ég var 13 ára! Ég sagði nei 3x og hann hlustaði ekki þangað til ég öskraði þá fraus hann og ég náði að sleppa.

Ég skar mig oft en alls ekki til þess að drepa mig, heldur til að fá athygli. Það trúði mér enginn að ég væri lögð í einelti eða að ástandið væri svona heima hjá mér. Foreldrar mínir þrættu fyrir allt sem ég sagði og þeim var trúað. Það var ekki fyrr en 4 árum eftir að ég byrjaði að tala um þetta og 5 sálfræðingum seinna sem að eitthvað var gert og mér var trúað.

Þá var ég loks send að heiman eftir 10.bekk í sveit á fósturheimili þar sem ég fékk að byrja nýtt líf í nýjum skóla, mér fannst það alveg rosalega mikil martröð en það var ekki eins og mikið beið mín heima þar sem allir gáfu mér ekkert nema skít.

Fyrstu vikurnar gengu mjög vel og ég eignaðist marga vini og kærasta, ég fékk mikla athygli frá strákum. Ég var loksins sæt, ekki feit og ljót. Svo allt í einu upp úr þurru hætti kærastinn með mér og allir hættu að tala við mig og lögðu mig í mikið einelti, það var samt sem áður einn hópur fólks sem héldu utan um mig sem urðu á endanum miklir vinir mínir.

Eitt skiptið var ég lokuð af á göngum skólans og hreytt í mig ógeðslegum orðum og ýtt mér upp við vegg og enginn gerði neitt nema horfa og hlæja þangað til einn vinur minn kom og tók mig í burtu. Þau hlupu á eftir okkur eins og þau ætluðu mér eitthvað og við lokuðum okkur inn í rými með fleira fólki í þessum tiltekna hóp og þau börðu á hurðina eins og vitleysingar með hótanir af ýmsum toga. Á þessu augnabliki langaði mig helst bara að skríða ofaní holu og deyja. Það var ekki fyrr en við hringdum úr gsm síma í skrifstofusíma skólans og skólastjórinn þurfti að koma mér úr herberginu svo ég kæmist þaðan út án skrámu.

Næstu dagar voru erfiðir þar sem það var gengið utaní mig á göngunum og kölluð nöfnum. Eitt skiptið fann ég þá þörf að mæta full í skólann einn morguninn til að þora að mæta!

Svo eignaðist ég annan kærasta í hópnum sem hélt utan um mig, við urðum rosa hrifin mjög snemma og við vorum í stormasömu sambandi. Alltaf að rífast og skammast, í dag sé ég bara að ég var rosalega veik auðvitað miðað við það sem undan hafði gangið í lífi mínu.

Þetta samband endaði rúmlega ári seinna þar sem hann hætti með mér í sms-i á gamlárskvöld. Og komst þá að því að hann hafði haldið framhjá mér nokkrum dögum áður. Og allir sem ég helt að væru vinir minir snéru baki við mér til að standa með honum, eitthvað dó inn í mér og ég reyndi að drepa mig. Ég sá bara ekki tilgang með neinu lengur, ég var loksins byrjuð að passa inn í hóp þegar hann er tekin frá mér á svipstundu.

Nokkrum mánuðum seinna er ég á djamminu með frænku minni og við hittum einhverja stráka sem bjóða okkur í partý. Heimsku við sögðum já án hiks og fengum allskonar drykki svo endaði þetta partý á því að mér var nauðgað 17 ára gömul af 28 ára gömlum dópista.

Sjálfsvirðingin varð svo lítil að ég sóttist í hvaða viðurkenningu sem er lengi eftir þetta, svo fann ég mér annan kærasta. Hann var alveg frábær og yndislegur strákur, ég flutti lengst út á land til að vera með honum en eftir 1 mánuð breyttist ALLT.
Hann breyttist í eitthvað skrímsli, byrjaði að setja út á hvernig ég klæddi mig sagði að ég væri honum til skammar, ég væri ljót og ætti að nota meira make-up, ef ég svæfi ekki hjá honum þegar hann vildi þá væri ég pottþétt að halda framhjá honum. Ég mátti ekki eiga neina vini né vinkonur sem nema að hann samþykkti. Hann sló til mín, henti mér utan í veggi, henti mér í rúmið, hótaði mér barsmíðum til að hræða mig, hætti með mér margoft og kom grátandi eftir hálftíma og bað afsökunar, svona gekk þetta í rúm 2 ár.

Ég reyndi oft að hætta með honum en gat það aldrei, hann sagði svo oft að ég gæti ekki betur og að ég væri bara heppin að einhver vildi vera með svona ógeðslega heimskri og kjánalegri stelpu eins og mér, svo hélt ég framhjá honum sem ég er alls ekki stolt af en samt sem áður hefði ég ekki geta gert það öðruvísi.
Við vorum með næturgest kvöldið sem ég sagði honum að þetta væri búið og þegar hann vældi og grét í korter sagði ég loks að ég hafi haldið framhjá honum , hann gengur upp að mér kreistir á mér öxl og hendur lauslega utan um hálsinn á mér og hvíslar í eyrað á mér og segjir “Þú ert heppin að “X” er hérna frammi því að ef við værum hérna tvö værirðu liggjandi í þínu eigin blóði”.

Hann hræðir mig enn þann dag í dag og það eru 4 ár síðan.

Núna er ég að eiga við átröskun og leita alla leiða til að léttast. Það var maður um daginn sem sagði við mig að ég væri orðin spikfeit hlussa og mér þótti það ekki skemmtilegt. Þegar ég sá hann áður var ég 59 kg og ég er 70kg núna.

Ég er með greinda vefjagigt, kvíðaröskun og átröskun! Ég reyni að horfa framhjá öllu sem hefur gerst í fortíðinni, en það er mjög erfitt þegar svona situr enn í manni. Ég er gott sem öryrki eftir allt þetta andlega og líkamlega álag sem ég hef lent í.

Ég á engu að síður frábæra fáa vini, kærasta, barn og ættingja og gæti ekki beðið um meira, en ég vil benda fólk á að einelti, og ofbeldi getur leitt til þess að fólk verði með gat á hjartanu alla sína ævi.

Takk fyrir mig!

 

SHARE