Eftir 90 daga edrú gerðist þetta…..

Yfirleitt eru myndir af fólki fyrir og eftir fíkniefnaneyslu mjög sorglegar og hrikalegt að sjá hvernig fólk getur orðið eftir tiltölulega skamma neyslu.

Notandi sem kallar sig Wormguy666 deildi þessari mynd sem sýnir akkúrat hina hliðina. Hvernig viðkomandi var útlítandi á meðan hún var að nota methamfetamín og svo hvernig hún leit út eftir 90 daga edrú.

Hann skrifaði:

„Ég fékk innblástur frá öðrum notanda á Reddit. Ég kynni hér systur mína. 90 dagar án methamfetamíns.“

Meth-free-1-768x514

Myndin fékk mjög jákvæð viðbrögð frá flestum en sumir fundu sig knúna til að spyrja manninn hvort systir hans vissi af þessari myndbirtingu. Sumir gengu jafnvel það langt að segja hann vera að gera lítið úr systur sinni.
Það endaði þó með því að notandi, sem kvaðst vera systir hans, svaraði þeim:
„Ég er ekki fúl út í bróður minn fyrir að birta þetta – Ég gaf honum leyfi. Mig langaði að fólk fengi að sjá hvaða áhrif methamfetamín hefur á þig og vona að það geti orðið öðrum víti til varnaðar. Nei ég er ekki stolt af því að hafa notað þetta eiturlyf. Það virðist samt sem skilaboðin sem áttu að fylgja þessari mynd hafi komist til skila, miðað við þann fjölda jákvæðra athugasemda sem við höfum fengið.“
Screen-Shot-2016-09-01-at-11.37.07
SHARE