ATH: Þessi grein er aðsend.
Mig langar að segja ykkur frá því að ég er stelpa í grunnskóla og lífið mitt sýnist vera frekar gott. En í raunveruleikanum er líf mitt alls ekki gott, mamma mín kynntist manni eitthvað í kringum tvítugt og þessi maður er pabbi minn. Þannig er það að pabbi minn er andlega veikur, hann er alkóhólisti.
Eins og sumir vita drekka alkar mikið og verða reiðir. Ég á 3 lítil systkini og ég og einn annar bróðir minn erum frekar náin, hann segir mér allt og ég segi honum allt. En frá því ég var lítil hefur pabbi alltaf drukkið mikið og mér fannst það alltaf eðlilegt því ég hafði ekki kynnst öðruvísi pabba.
En þegar ég fór í 5. bekk áttaði ég mig á því að hann er ekki eins og aðrir pabbar eru, kallar pabbi þinn þig feita? Stendur hann yfir ykkur við matarborðið og horfir á þig borða og segir að þú sért feit/ur? Hefur hann einhverntímann sent þig klukkan hálf 12 um gamlárskvöld inn í herbergi og svo fara allir hinir að sprengja klukkan 12? Hefur hann einhverntímann lamið þig fast? Hefur hann sparkað í þig? Sagt að þú sért ljót/ur og þroskaheft/ur? Þetta gerði pabbi minn og gerir þetta líka við mömmu mína.
En eins og ég sagði áðan á ég 3 lítil systkini hann gerði allt þetta við þau líka en ekki eins og mig. Ef að pabbi minn væri naut þá værum ég og mamma rauðar því að ef naut sjá rautt þá brjálast þau. Ég varð alltaf stressuð og hrædd þegar klukkan var að verða 5 því þá kom hann heim ég varð alltaf svo stressuð því hann gerði alltaf það sama, kom heim úr vinnunni fór í sturtu og fór svo að blanda sér vodka með pepsi eða einhverju öðru. Ég vildi aldrei koma heim úr skólanum því ég vissi alltaf að hann væri að koma heim klukkan 5 og fá sér vodka og skamma mig fyrir að borða kex eða eitthvað. En var búin að lifa við þetta í 13 ár þar til mamma mín og pabbi skildu.
Ég var reið fyrstu vikuna en svo áttaði ég mig á því ég á eftir að geta borðað án þess að eitthver kalli mig feita, ég á eftir að geta horft á sjónvarpið án þess að hann slökkvi á því og kalli mig þroskahefta og hendi mér inn í herbergi og ég gæti alltaf hringt í mömmu og beðið hana um að sækja mig án þess að hafa einhvern sem kallar mig hlunk af því ég gæti ekki labbað heim. Það var í rauninni kostur við allt þetta og mamma var líka að gera þetta okkar barnanna vegna. En eftir svona uppeldi eru allir með stórt sár í hjartanu sem auðvelt er að opna, ég er í grunnskóla og allt er svaka gaman en eins og flest allar stelpur er oft soldið drama í kring um okkur sem er eðlilegt. En þegar einhver segir við mig að ég sé feit, að ég sé að ljúga upp á aðra, og að ég sé mistök opnast þetta stóra sár og það bara rifnar, það þarf ekki nema eitt lítið orð og það rifnar. Ég veit ég er kannski ekki grönn og ekki falleg eins og aðrar stelpur, ekki eins góð og þær en það er margt sem maður gerir til að verja sig eftir svona uppeldi og ef að ég geri eitthvað rangt þá er ég bara að verja mig. En þetta stóra sár er pínu rifið núna og ég vil að það lagist allt eftir að nokkrar manneskjur lesa þetta en ég er ekki að reyna að láta vorkenna mér eða neitt svoleiðis. Ég er bara búin að loka þetta svo mikið inni og það er ekki gott, ég er búin að öskra og öskra en það heyrir aldrei neinn í mér. En eins og flestir vita ef maður er með svona stórt og djúpt sár kemur ör og þessi ör munu aldrei fara það verður alltaf eitthvað eftir af því.