Ég ætla ekki að svara þessari spurningu….. Steinunn Edda Steingrímsdóttir

Steinunn Edda Steingrímsdóttir er mikill fagurkeri eins og hefur komið fram í pistlum hennar á M.blogg og veit svo sannarlega eitt og annað um tískuna og förðun.  Á facebook síðunni sinni er hún dugleg að setja inn myndir af því heitasta sem er í gangi hverju sinni þegar kemur að förðun.

Fullt nafn: Steinunn Edda Steingrímsdóttir.

Aldur: 23 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambúð með yndislegasta Jónasi Elvari Halldórssyni kærasta til nærri 9 ára.

Atvinna: Sminka og verslunarstjóri í MAKE UP STORE Smáralind. …

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrir utan unglingavinnuna þá var það Ísbúðin í Kringlunni.

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Úff já ótrúlega mörgum,netabolir, neonlituð hárbönd & Buffalo skór voru allt partur af mínum uppvaxtarárum.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já, eiga það ekki allir?

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Allt of oft, ég er farin að fatta það að það er miklu betra að segja sína skoðun, það verða oftast allir ánægðarifyrir vikið.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Ég ætla ekki að svara þessarispurningu….

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Óguð þau eru alltof mörg, líf mitt er eitt stórt vandræðalegt atvik enda yfirbrussa og óviðeigandi kona með meiru. Ég held að vinir mínir þyrftu að velja þetta fyrir mig.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Mér líður langbest í öllu svörtu, þröngum gallabuxum og fallegum topp.

Hefurðu komplexa? Alltof marga.

 Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? „This too shall pass“

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Pinterest er algjör sjúklingur! www.pinterest.com

Seinasta sms sem þú fékkst? „Ástin mín ég er með allt á hreinu elska tig líka einkar mikið!!“

Hundur eða köttur? Köttur, alltaf.

Ertu ástfangin/n? Upp fyrir haus!

Hefurðu brotið lög? (hvernig) Já ég stal einu sinni strokleðri úr Mál & Menningu þegar ég var 6 ára, ég mætti þangað stuttu eftir glæpinn, grátandi og skilaði því með hor niðrá axlir.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Ég hef bara farið tvisvar sinnum í brúðkaup og grét ofboðslegamikið í bæði skiptin.

Hefurðu stolið einhverju? (hverju) Sama og fyrir ofan…

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? (hvers vegna) Já og nei, ég hef alltaf litið á lífið þannig að maður verður að gera mistök til að læra af þeim, en auðvitað eru nokkur heimskuleg atvik sem gerð voru í hormónaflæði sem mættu strokast út. Förum þó ekkert nánar útí það.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ennþá ástfangin uppfyrir haus með risastóran krakkaskara, lifandi lífinu einhversstaðar í sólarlöndum og hamingjusöm.

steiedd1

SHARE