Það hefur loks komið fram hvernig hlutirnir áttu sér stað á hinum örlagaríka degi þegar Kim Kardashian var rænd í París. Í þættinum af Keeping Up with the Kardashians sem sýndur var í gær, þann 19. mars.
Að kvöldi 2. október fór megnið af fjölskyldunni að fylgjast með Kendall (21) þar sem hún var að koma fram á tískuvikunni í París. Kourtney hafði líka fataskipti á hótelherbergi sínu og fór út á lífið og Kim varð eftir. Klukkan 3 aðfaranótt 3. október fær Kourtney símhringingu úr síma vinkonu sinnar Simone Harouche: “Kim hringdi úr símanum hennar Simone og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum á hjálp.”
Sjá einnig: Kanye West KOLVITLAUS eftir ránið í París
Á sama tíma í New York er Kanye að koma fram á The Meadows tónlistarhátíðinni. Allt í einu rýkur Kanye af sviðinu með orðunum “Mér þykir þetta leitt, ég verð að stoppa.”
Kris og Kendall sögðu einnig frá því þegar þær fengu símtal um miðja nótt: “Ég fór strax að gráta og ýtti fólki frá og byrjaði að hlaupa,” segi Kendall. “Við vorum í svakalegu uppnámi,” segir Kris, móðir Kim. Þegar þær fengu loksins að komast til Kim var hún úti í horni grátandi. “Við vorum öll í svo miklu uppnámi að við yfirgáfum París um leið og sólin kom upp,” bætti Kris við með tárin í augunum.
Kim sagði systrum sínum frá smáatriðum frá atvikinu og segir að gestastjóri hótelsins hafi verið látinn hleypa ræningjunum inn til hennar og hafi verið látinn þýða það sem sagt var en hann talaði ensku og frönsku. “Þegar verið var að binda mig spurði ég gestastjórann hvort við myndum deyja, hvort þeir ætluðu að myrða okkur? Ég grét og sagði þeim að ég ætti lítil börn,” segir Kim og bætir við að límt hafi verið fyrir munn hennar. “Hann notaði límband fyrir andlit mitt svo ég myndi ekki öskra. Svo grípur hann í fótleggi mína, en ég var ekki í neinum fötum innan undir. Hann dró mig að sér við endann á rúminu og ég hugsaði “Nú er komið að því að þeir muni nauðga mér. Ég bjó mig undir það…. en svo gerði hann það ekki.”