Ég dó í dag – Og ég borðaði mikið af hamborgurum, við héldum partý
Og ég hló
Og ég hugsaði um það hversu mikið ég mun sakna alls þessa hérna
Við gerðum að gamni okkar
Og við vorum alvarleg
Vinir mínir úr næsta húsi komu til að hitta mig. Þeir eru tvíburar. Einhver bauð þeim einn af hamborgurunum mínum og annar þeirra sagði: „Nei takk. Ég vil ekki taka af Dukey.“
Kristen kom til mín. Hún hefur séð um að snyrta mig og er vinur minn
Á meðan við biðum eftir dýralækninum sagði Kristen að við ætluðum að fara í göngutút. Þá sagði einhver: „Hvað um að fara að leika í vatnagarðinum neðar í götunni?“ Svo við fórum þangað
„Þú veist að ég mun sakna þín, er það ekki?“
„Þú verður að hjálpa mér að passa fjölskylduna“
„Heyrirðu í mér? Það er það eina sem ég vil!“
Við blotnuðum í dag
Við brostum í dag
Við vorum þakklát í dag
Ég slakaði á í dag
Ég fann ekki til. Jafnvel þó að æxlið hafi orðið svona stórt
Ég fann fyrir ástinni í dag
Ég kvaddi mína fallegu vinkonu Kira. Hún sá um mig meðan við biðum eftir að læknirinn sagði að tíminn væri kominn. Ég var spenntur og hoppaði um af gleði.
Jæja ég kvaddi ekki beint. Ég sagði „sjáumst seinna“
Við vorum heppin. Við áttum ekki langan tíma saman en þið gáfuð mér annan séns og við lifðum góðu lífi saman. Þið elskið þegar ég horfi á ykkur og ég mun ekki hætta því
Að eilífu, Dukey
Hér er svo myndband af því þegar Duke kom í fjölskylduna: