Ef þú horfir yfir samfélagið, þá gætirðu tekið eftir því að fólk virðist vera svolítið sjálfsmiðað og sjálfelskt. Selfies og markaðssetning einstaklinga, efnishyggja og svolítil þrá til að láta aðra taka eftir sér. Ef við myndum grafa aðeins dýrpra í þessa þörf okkar til að einbeita okkur að okkur sjálfum, gætum við byrjað að skilja hvers vegna við þurfum að setja okkur sjálf í fyrsta sætið. Að elska okkur sjálf er lykillinn að því að byggja okkur heilbrigt og hamingjusamt líf.
“Ég kýs að heiðra tilfinningar mínar. Ég kýs að gefa mér leyfi til að fá það sem ég þarf. Ég kýs að setja mig í forgang. Ég kýs mig.” -Danielle Koepke
Sjá einnig: Elskaðu sjálfa/n þig
1. Þú munt hafa betra samband við aðra
Hefurðu tekið eftir því hversu margir í heiminum eiga í erfiðleikum í samböndum sínum? Hvort sem það er við vinnuveitenda, foreldra, elskhuga eða vini. Sambönd skemmast vegna þess að upp kemur sársauki, samviskubit, reiði og erfiðleikar í daglegu lífi, en eru undirliggjandi ástæður þess kannski skortur á sjálfsást?
Mundu að ef þú gefur þér ekki tíma og orku í að vinna í sjálfum þér og brjóta niður múra þína og að elska þig, munt þú alltaf leita að því hjá öðru fólki, að öllu sem þig vantar í líf þitt. Þegar þú fjarlægir veraldlega hluti, sambönd, væntingar og þrár og allt annað utanaðkomandi, átt þú bara þig sjálfa/n að. Þegar þú lærir að eiga heilbrigt samband við þig og leyfir ekki egóinu þínu að draga þig niður, munu öll þín sambönd við aðra taka miklum umbreytingum.
Öll sambönd í lífi þínu byggjast á því að því hversu mikið þú getur elskað þig, vegna þess að þú dregur að þér það sem þú ert. Lífið er einfaldlega eins og spegill, svo ef þú sérð ekki ást og skilning þegar þú horfir fyrir utan sjálfan þig, þarftu að leiðrétta tregðu og neikvæðar tilfinningar sem fyrirfinnast innra með þér.
Sjá einnig:Langar þig til þess að ýta á ,,endurræsa“?
2. Þú munt læra óskilyrta ást
Þessi heimur þarf meiri ást, en því miður leitast flestir eftir því að horfa í kringum sig til þess að leitast eftir samþykki frá öðrum. Við búum í þannig heimi að við sækjumst eftir lækum og commentum á myndirnar okkar til þess að gefa okkur smá verðmæti fyrir okkur sjálf, en við gerum ekki mikið til þess að byggja þessa tilfinningu upp fyrir okkur sjálf. Við eyðum hreinlega ekki nógu miklum tíma í að að lækna okkar eigin sálir, að knúsa okkur sjálf þegar við erum óörugg og elska okkur sjálf eins og við eigum skilið.
Ef við sýnum okkur sjálfum ekki ástúð og samkennd, hvernig getum við þá ætlast til þess að fá það frá öðru fólki? Með því að elska sjálfa/n þig með öllu hjartana þínu og sál, dregur þú að þér fólk sem gerir slíkt hið sama.
Þar sem flest í dag snýst um veraldlega hluti og að gera vel við sig, hvers vegna ættirðu ekki að spreða smá í að vinna í þér. Það jafnast ekkert á við það að elska sjálfa/n þig svo mikið að ekkert utanaðkomandi getur tekið það í burtu frá þér.
3. Þú munt vera ljós í lífi þeirra sem eru í kringum þig
Með því að elska þig, mun öðrum líða vel með að vera í samskiptum við þig eða í þinni návist. Ef aðrir sjá þig vera áhyggjulausa/n og glaða/n, mun það hvetja þau til þess að vera jákvæð og sjá það góða í sjálfum sér líka. Ef þú setur þig í fyrsta sætið, elskar þig og læknar öll þín gömlu sár, munt þú ekki bara breyta lífi þínu, heldur hafa jákvæð áhrif á þau sem eru næst þér og veröldinni þinni í heild.
4. Þú munt bæta heilsu þína
Fólk sem leitar innra með sér að svörum, átta sig óhjákvæmilega á því að þau sjálf stjórna lífi sínu og líðan. Þau taka ákvarðanirnar í lífi sínu ásamt því að þau ráða hversu heilbrigð þau kjósa að vera. Með því að elska þig, mun það leiða til þess að þig langar að lifa heilbrigðara lífi. Þig langar jafnvel ekki lengur til að borða unnin mat, sykraða eða kolvetnaríka drykki, heldur langar þig frekar að borða mat sem gefur þér meiri orku og vellíðan, sem lætur þér líða eins og þú ert að hugsa vel um þig. Að gefa þér tíma í að útbúa þér hollan mat gerir þig ekki sjálfselska/n, því að hugsa vel um sjálfa/n þig gerir þig ekki sjálfselska/n, heldur breytir þér bara í betra eintak af manneskjunni sem þú ert.
Sjá einnig: Samfélagsmiðlar og eftirsjá
5. Þú munt fara úr vegi þínum
Mikið af vandamálum okkar eru vegna þess að við elskum ekki okkur sjálf, eða jafnvel líkar ekki einu sinni við okkur sjálf. Við leyfum huga okkar að stjórna okkur eins og strengjabrúðu, með því að gagnrýna allt sem við gerum og komum okkur sjálfum í skilning um að við erum ekki það verðmæt. Það er einmitt þess vegna sem við sköpum óeirð og tortímingu innra með okkur, því okkur líður eins og við getum ekki stjórnað okkar lífi. Skortur á ást í heiminum okkar endurspeglar skortinn sem við höfum af ást á okkur sjálfum. Þegar við förum úr vegi okkar, út úr skugganum og inn í ljósið, fáum við heim sem er með mun minni byrgði. Með því að setja okkur í fyrsta sætið og fjarlægja alla þessa gömlu og úreltu hugsanir, munum við gera okkur frjáls og léttari í lund.
6. Þú munt læra að vera þinn besti vinur
Þú munt ekki bara laða að þér fólk sem elskar sig og hugsar vel um sig, heldur munt þú læra að standa með þér, þegar enginn annar er það. Einmanaleikinn þinn minnkar og þú munt jafnvel kunna að meta þann tíma sem þú eyðir ein/n, án þess að finna fyrir kvíða eða depurð. Með því að grafa aðeins í þér, mun það leiða til þess að þú skiljir þig betur og með því að skilja þig betur, munt þú fá aukið sjálfstraust og sjálfsmat.
7. Þú munt byrja að taka betri ákvarðanir fyrir sjálfa/n þig
Að lokum – að taka sér tíma í að elska þig, mun leiða til þess að þú fjarlægir allt það sem þjónar þér engum tilgangi og þar með draga betri hluti og fólk inn í íf þitt. Ákvarðanatökur munu virðast auðveldari, vegna þess að þú munt vita nákvæmlega hver þú ert og hvað þú vilt fá úr lífinu. Með því að elska þig getur þú tekið ákvarðanir sem falla í rétta braut í átt að markmiðum þínum og löngunum.
Þú verður þó að átta þig á því að með því að einbeita þér að þér er ekki það sama að vera sjálfselsk/ur. Sönn sjálfselska þýðir að þú hugsir aðeins um þig með engri viðringu og ást til annarra í kringum þig. Sjálfsást og umhyggja fyrir þér er óeigingjörn vegna þess að þú ert betra eintak af þér og þar af leiðandi eiga betra samband við þig og aðra í kringum þig. Að kunna að meta sjálfa/n sig fyrir þá manneskju sem þú ert verður til þess að þú gerir það sama fyrir aðra og það er ekki sjálfselska.
Það er ekki í verkahring neins að sjá til þess að þú virðir þig og elskar. Við endurspeglum okkur sjálf út í heiminn okkar, en hvernig vilt þú að þín spegilmynd líti út? Gamla góða klisjan um að þú getur ekki elskað aðra fyrr en þú elskar sjálfan þig er kannski rétt, því þú dregur að þér fólk sem er eins og þín innri líðan. Dreifðu gleðinni þinni og hvettu náungann til að til að gera slíkt hið sama.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.