Einmitt þegar maður telur sig hafa séð allt sem viðkemur foreldrahlutverkinu; þrætt öll fegurstu kettlingamyndbönd veraldar, brynnt músum yfir litlum börnum sem krúttskalann sprengja þveran og endilangan á YouTube og Guð einn má vita hvað – stíga þær Tianne og Heaven fram og slá öll fyrri aðsóknarmet.
Sjá einnig: Beyoncé kóperaði tryllingsdans tvítugrar YouTube-stjörnu við gerð 7/11
Þær eru mæðgur – Heaven er fjögurra ára en móðir hennar, Tianne – stígur gjarna sporin með henni og saman hafa þær troðið upp hjá Ellen DeGeneres þrisvar sinnum. Í þetta sinn tóku þær dansinn við metsölusmell Beyoncé, 7/11 og ekki er annað að sjá en að Heaven sé útlærð – enda segir hún Ellen í óspurðum að hún kenni gjarna í tímum hjá móður sinni, sem heldur úti dansnámskeiðum.
Sjá einnig: Lífverðir Blue Ivy hleypa öllu í vitleysu á leikskóla stúlkunnar
Ótrúlegar mæðgur – áhorfið er magnað og þá er Heaven frábær í tilsvörum þegar hún er spurð hvað hún vilji verða þegar hún verður stór og hvort henni dreymi um að vera dansari …
„ …en ég ER dansari!”
https://youtu.be/dC906zHRqoo
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.