Þegar fólk segir við Olivia Campell: “Þú ert ekki feit, þú ert “körví”” svarar hún: “Nei ég er feit”.
Olivia gekk í gegnum mikið einelti þegar hún var í skóla og á endanum þurfti hún að hætta í skólanum. Hún er þó á því að það að vera feit sé ekki ljótt og óaðlaðandi. Hún er ánægð með sig í dag og vinnur sem fyrirsæta ásamt því að vera einstæð móðir.
Sjá einnig: Líkamsskömm getur leitt til þess að konur fara síður til læknis
Í þessu myndbandi tekur hún þátt í líkamsímyndarátaki hjá Stylelikeu þar sem hún fækkar fötum frammi fyrir myndavélunum.
“Fyrir mér er fita ekki slæmur hlutur. Ég er feit. Og þá meina ég feit,” segir Olivia og klappar sér á lærunum og tekur jakkann frá til að leggja áherslu á orð sín.