Ögrandi, mjúkholda og sjálfsöruggar fyrirsætur sem fáklæddar birtust nýverið í undirfataauglýsingu frá tískumerkinu Lane Bryant, sem ber heitið Cacique – er án efa hörð gagnrýni á þá fullkomnu líkamsímynd sem englar Viktoríu varpa gjarna upp þegar þær klæðast silkinærfötum frá undirfatarisanum.
Sjá einnig: Allt vitlaust vegna „ógeðfelldra“ auglýsinga Victoria’s Secret
Verst geymda leyndarmál Viktoríu mun þá sú staðreynd að tælandi undirfatnaðurinn frá vörumerkinu er ófáanlegur í yfirstærðum og hafa undirskriftarlistar, mótmælagöngur og harðorðar ljósmyndaherferðir gengið ljósum logum á netinu undanfarin misseri – allt í þeim tilgangi að hrekja þær viðteknu hugmyndir að konur verði að vera rétt undir kjörþyngd til að geta talist fallegar vexti.
Sjá einnig: Munúðarfull Candice Huffine elskar að vera módel í yfirstærð
Stórar skálastærðar, sjúklega sexí nærbuxur í hæfilegum númerum og svo sjálfsöruggar konur sem líður vel í eigin skinni – að ógleymdum frelsandi ummælunum sem sjálfar fyrirsæturnar láta falla í auglýsingaherferðinni sem sjá má hér að neðan.
Hversu leiðinlegt væri ef allir væru eins?
Ég er enginn engill …
… ég meina, elskan, hefurðu séð allar þessar línur?
Skemmtilegur óður til allra kvenna sem umfaðmar fjölbreytilegar stærðir og vaxtarlag – sem með örgrandi nálgun skorar á hólm þær fyrirfram mótuðu hugmyndir um hvað er kynþokkafullt með sterkum undirtóni …. ALLAR KONUR eru kynþokkafullar!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.