Billie Eilish (18) leggur mikið upp úr því að vera ekki að klæða sig í þröng föt eða sýna líkama sinn. Við erum óendanlega ánægðar með hana þar sem hún hefur sýnt það og sannað að það þarf ekki að rífa sig úr hverri spjör eða nota kynþokka þegar maður er jafn hæfileikaríkur og hún.
Um daginn var birt mynd af henni þar sem hún brá sér út í hlírabol í hitanum í Los Angeles og það var ekki að spyrja að því, fólk brást við. Hún hefur fengið að heyra að „hún hafi fitnað“ og hún sé „feit“.
Sjá einnig: Nýtt myndband Billie Eilish
Billie ræddi við Vanity Fair um furðulegustu kjaftasögurnar sem hún hefur heyrt um sig. Hún segist hafa heyrt að hún eigi að vera ófrísk, djöfladýrkandi og fleira álíka gáfulegt. Svo er það þessi mynd: „Ég var að hlaupa út í bíl til bróður míns og það var mjög heitt úti og fólk kemur með athugasemdir eins og: „Fjandakornið, Billie er orðin feit!“ og ég er bara: „Nei svona lít ég bara út, þið hafið bara ekki séð það áður!“
Áfram Billie!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.