“Ég hef verið kölluð feit, ljót, belja og hvalur”

Karen Ýr birti mynd á Facebook síðu sinni í dag sem gengið hefur milli manna. Við tókum smá spjall við þessa flottu stelpu og spurðum hana meðal annars um viðbrögðin við myndinni sem fólk hefur deilt á Facebook.

Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú birtir myndina á Facebook?
“Viðbrögðin hafa verið mjög góð”

Hefur þú orðið fyrir fordómum vegna þyngdar? Finnst þér mikil pressa á konur í dag að vera í ákveðinin þyngd?
“Já ég hef orðið fyrir miklum fordómum og það er pressa en sumar konur geta bara ekkert gert í því að vera of þungar.”

Hvað segir þú við aðrar konur sem eru óöruggar vegna þyngdar sinnar?
“Ég myndi segja að þær ættu að vera þær sjálfar og ekki skammast sín fyrir líkama sinn. Allir eru fallegir á sinn hátt, jafnt að utan og innan.”

Karen segir þetta með myndbirtingunni á Facebook síðu sinni:
“I dag fór ég í mitt fyrsta bikini, yfir árin hef ég verið kölluð feit, ljót, belja,hvalur og fl það er ekki hægt að telja hversu mörg orð eru til sem hefur komið til mín. Í dag steig ég yfir þetta skref, eg er ekki fullkomin en eg er falleg, eg er ekki feit en eg er stelpa í eðlilegri stærð, mér er sama hvað er sagt við mig því mér fynst eg vera frábær, falleg og ég skammast min ekkert fyrir það að vera með svona líkama og eg vil sýna öllum hversu falleg ég er á minn hátt og ég þar ekki lengur að lifa inn í þessari skel sem ég hef verið í í langann tíma, ég er fallleg a minn hatt og þannig verður það alltaf! Takk fyrir” 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here