,,Ég hefði selt mömmu mína fyrir krakk”

Kynþokkafulli leikarinn, Tom Hardy, viðurkennir að hann sé mjög heppin að vera ennþá á lífi og að hann sé mjög þakklátur fyrir það.

Í viðtali við tímaritið Essentials segir Tom Hardy frá því þegar hann náði botninum í eiturlyfjafíkn sinni.

Ég hefði selt móður mína fyrir krakk.

Leikarinn knái var háður eiturlyfjum í gegnum þrítugsaldurinn en árið 2003 fór hann í meðferð við fíkn sinni. Honum var sagt að að ef hann héldi áfram á þessari braut þá kæmi hann aldrei til baka.

Tom Hardy er 37 ára gamall í dag og giftur Charlotte Riley. Þau gengu í það heilaga í júlí í fyrra eftir sex ára samband en hann þakkar Charlotte fyrir að hafa haldið sér edrú og á beinu brautinni.

Sjá einnig: Þessir karlmenn koma þér í gegnum daginn – Kyntákn vikunnar

 

tom-hardy-mother

 

Sjá einnig: Var Kylie Jenner að játa á sig eiturlyfjanotkun?

SHARE