Ég læknaði sjálfa mig

Mig langar til þess að vekja athygli ykkar á svolitlu sem mér þykir alveg magnað!

Áður en ég áttaði mig á því að ég þyrfti hjálp við að koma mér upp úr þeirri svakalegu vanlíðan sem hafði hrjáð mig í tæpt ár (og mun lengur, bara í minna mæli), áður en ég var greind með alvarleg þunglyndiseinkenni, fór ég að verða mikið og oft lasin. Ég var sífellt að hringja mig inn veika í vinnuna og leið ömurlega, bæði yfir tekjumissinum og hvað yfirmaður minn hlyti að hugsa um lélega starfsmanninn sem var stöðugt að bregðast honum!

Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég kastaði alltaf upp á morgnanna þar sem ég hafði gengið úr skugga um að ég væri ekki ólétt og var með stanslausa magaverki sem versnuðu eftir hverja máltíð. Höfuðverkur, orkuleysi, nábítur, munnangur, særindi í hálsi og svo mætti lengi telja. Þar til einn daginn, mætti ég til vinnu, einungis til þess að vera skutlað upp á bráðamóttöku skömmu seinna. Ég hafði fengið nístandi sting á sama svæði og botnlanginn er, enda hefði ég haldið að ég væri að fá botnlangakast ef ekki hefði verið búið að fjarlægja hann – sársaukinn var svo mikill!

Eftir sirka 8 klst á spítalanum, blóðprufu, þvagprufu, ómskoðun, fjórar parkodín forte og bið sem virtist engan endi ætla að taka, kom ekkert í ljós nema langur listi af því sem búið var að útiloka og ég var send heim. Mér var bent á að taka meiri verkjalyf og panta tíma hjá meltingasérfræðingi, sem og ég gerði.

Meltingasérfræðingurinn spurði mig spjörunum úr og komst af því að ég væri líklegast með bakflæði, sem hann svo staðfesti með magaspeglun. Ekki nóg með það, heldur var ég einnig með þindarslit og latan ristil. Þar kom skýringin á sársaukanum sem sendi mig upp á bráðamóttöku – ég var bókstaflega FULL af SKÍT!! Hægðartregða, vindverkir, uppþemba – getiði ímyndað ykkur? Það var allt stopp þarna niðri og þá varð maturinn að leita upp! Ég var farin að sleppa því að borða, enda matarlystin alveg farin!

Eftir að ég fékk niðurstöðurnar, fékk ég í hendurnar lista yfir fjölmargar matartegundir og drykki sem ég mátti ekki neyta, auk lyfseðils fyrir bakflæðið. “Þér verður boðið samheita-lyf, EKKI taka því, bakflæðið þitt er svo slæmt að þú þarft alvöru-lyfið, ég veit það er dýrara en það er þess virði” sagði meltingasérfræðingurinn mér, en þetta voru lyf sem ég átti að þurfa að taka það sem eftir væri ævinnar! Hann sagði mér jafnframt að ef ég myndi missa úr dag, þá myndi ég finna mun STRAX! Ég átti meira að segja að taka auka töflu seinnihluta dags ef ég ætlaði mér að drekka áfengi eða gera undantekningu á mataræðinu.

Til viðbótar við bakflæðis-lyfið, fékk ég lista af öðrum lyfjum sem ég átti að kaupa fyrir ristilinn og fleira sem átti að hjálpa til við alla mína kvilla. Mikið ofboðslega fannst mér leiðinlegt að tæma veskið mitt fyrir þetta! En hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna?

Jæja, þá fer ég að koma að því MAGNAÐA í þessari sögu.. vikurnar liðu og ég enda í þerapíu hjá Ósk, eins og ég sagði frá í pistlinum sem ég skrifaði um þunglyndið. Eftir þann tíma fór allt upp á við (enda enga aðra stefnu hægt að taka af botninum). 2 vikum eftir að ég spjallaði við Ósk, hætti ég með kærastanum mínum og flutti út. Ég bjó í rauninni í bílnum mínum í 2 vikur þar til ég gat flutt til pabba míns, því þar geymdi ég allt sem ég þurfti nauðsynlega að nota, en gisti til skiptis hjá mömmu, vinkonum og Ósk. Í þessu millibils ástandi steingleymdi ég að taka bakflæðis lyfin mín og fattaði það ekki fyrr en ég hafði verið án þeirra í VIKU! Það var þá sem ég áttaði mig á því að rót veikinda minna var ekkert nema andleg vanlíðan. Það er fólk út um allan heim sem hefur sömu sögu að segja! Það hefur margsannað sig að fólk, með rétt hugarfar, sigrast á ótrúlegustu sjúkdómum!

Tilfinningarnar þínar speglast í líkama þínum! Ef þér líður illa til lengri tíma muntu fá alvarlegri veikindi en pestar sem ganga á milli manna. Þegar fólk er stöðugt að glíma við vanlíðan og er jafnvel að byrgja allskonar hluti inni, fer allt að vinna hægar! Það hægist á efnaskiptum og líkaminn getur ekki unnið almennilega úr fæðunni – næringarefnin skila sér ekki jafn vel út í blóðrásina. Ég ætla ekki að kryfja það neitt frekar en eitt er víst – það er engin tilviljun að þegar ég umbreytti hugarfarinu mínu, varð jákvæðari gagnvart öllu í kringum mig, fór að elska sjálfa mig, sjálfstraustið jókst og ég sagði skilið við stöðuga vanlíðan að þá hurfu allir líkamlegir kvillar og þá meina ég ALLIR! Ég hafði meira að segja verið með króníska blöðrubólgu frá því í mars 2012 en hún lét sig hverfa fyrir rúmum mánuði þegar bataferlið hófst.

Ég var ekkert smá hissa þegar ég hlustaði á Ósk skilgreina andlegu veikindin mín eftir að ég sagði henni frá öllum líkamlegu kvillunum mínum. Hún gat bókstaflega lesið í líkamann minn og sagt mér hvernig neikvæðu hugsanirnar mínar yllu þessu öllu. Allt sem hún sagði “meikaði sens” og ég fékk það heldur betur staðfest þegar kvillarnir hurfu.

-Ef þú ert að berjast við einhver veikindi, alvarlega sjúkdóma eða einhverja króníska verki, þá mæli ég með því að þú hafir samband við hana Ósk. Þú getur farið á osk.is eða fundið hana á facebook – Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir.

-Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með bataferlinu mínu, þá er ég búin að vera að gera verkefnin í þerapíunni hennar Óskar “Lærðu að elska sjálfa/n þig” opinberlega áwww.facebook.com/svanhildursteinarrs en þar skrifa ég daglega hvatningarorð o.fl. tengt breyttu hugarfari og lífsstíl auk þess sem ég set myndir af öllu því sem ég er að mála, sauma og skapa 🙂

SHARE