Ég þoli ekki hvernig hann gengur um!!

Það er ótrúlega oft sem maður sér að pör eru að glíma við sömu vandamálin þegar kemur að sambúð. Það er að segja þegar fólk er búið að taka þá ákvörðun að búa saman og nýja brumið af því að flytja inn saman er farið.

Eitt erfitt vandamál sem ég hef séð hjá nokkrum heimilum í kringum mig, engar áhyggjur ég nefni engin nöfn, en það er umgengni!

Nú er ég búin að komast að því og það er nánast staðfest, að „skítastuðull“ flestra karlmanna er mun lægri en „skítastuðull“ kvenna.  Þið takið eftir að ég skrifa „flestra“ karlmanna því það er að sjálfsögðu ekki hægt að alhæfa í þessu frekar en öðru.

Ég er búin að taka saman nokkra hluti sem pirra stelpur og konur þegar þær eru að byrja að búa með karlmanni:

  • Hann pissar á kantinn undir klósettsetunni. Þaðan lekur það stundum á gólfið og þetta fer mjög fljótlega að lykta. Ógeð!!
  • Það eru líkamshár af honum ALLSstaðar inni á baði, kringum klósettið, kringum vaskinn, á gólfinu og í sturtunni.
  • Hann skilur fötin sín eftir á gólfinu, bæði í stofunni og inni í svefnherbergi. Dæmi: Fer úr sokkunum og hendir þeim á gólfið í stofunni.
  • Hann drekkur af stút úr öllu sem hægt er að drekka af stút úr, í ísskápnum.
  • Hann setur mylsnuna af ristuðu brauði ofan í smjörið.
  • Hann veit ekki hvað það er að þurrka af og þrífa, hann kann bara að laga til.
  • Hann gengur ekki frá eftir sig, t.d. skilur hann ostinn eftir á borðinu og diskinn eftir á borðinu.
  • Hann segist ætla að gera eitthvað á eftir, en hann gerir það ekki, ekki í dag, ekki á morgun, ekki hinn……..og þegar þú nefnir það við hann aftur þá ertu að TUÐA.
  • Hann gengur um allt hús/íbúð á skónum, af því hann ER á leiðinni út.
  • Hann notar orð eins og „alltaf“ og „aldrei“ kæruleysislega. Dæmi: „Þú segir ALLTAF….“
Ég vil taka það fram, svona í lokin, að karlmenn eru upp til hópa yndislegir og ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil er ekki til að vera leiðinleg við karlmenn, heldur er það meira til þess að þið konur sem þekkið þessi dæmi hér að ofan vitið að ykkar karl er ekki mesti sóði norðan alpafjalla og þetta er bara eitt af því sem skilur konur frá körlum. Við erum ekki eins og hugsum ekki eins, en það er líka ástæðan fyrir því að við löðumst að hvert öðru!

Líf og fjör!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here