Ég þoli ekki þegar..

Ég er oftast með ágætis jafnaðargeð og það er ekki auðvelt að pirra mig en á dögum þar sem þráðurinn er stuttur eru ákveðnir hlutir bæði í fari fólks og bara almennt í lífinu sem geta farið í mínar allra fínustu.

Ég á erfitt með að þola þegar…

-Græna ljósið er alveg að renna út og bíllinn fyrir framan mig keyrir á 20 svo ég næ því klárlega ekki

-Fólk sem kvartar stanslaust um hvað það sé feitt en reynir aldrei að hreyfa sig eða breyta matarræðinu til að gera eitthvað í málunum.

-Fólk sem hefur símann sinn á silent og svarar ekki þegar maður virkilega þarf að ná í það

–Þegar þú ert á klósettinu og klósettrúllan klárast

-Þegar veðrið er frábært en þú þarft að hanga inni og vinna.

-Þegar ég reyni að einbeita mér að einhverju og manneskjan við hliðina á mér talar stanslaust við mig á meðan.

-Fólk sem er dónalegt við þjóna á veitingastöðum, the lowest of the low.

-Þegar fólk slefar þegar það talar og spítir út úr sér slefi í öðru hverju orði.

–Hrotur! Og þegar fólk andar óþægilega hátt.

-Þegar manneskja lýgur endalaust og þú veist vel að hvert einasta orð er lygi en getur ekki sagt neitt því manneskjan trúir sjálf lygum sínum

–Þegar þú ert að hlusta á uppáhaldslagið þitt og falska manneskjan við hliðina á þér eyðileggur lagið með því að syngja stanslaust með laginu.

-Fólk sem þarf stanslaust að vera að baktala aðra til að upphefja sjálft sig.

– Þegar þú neyðist til að biðja andfúla kennarann um hjálp

– Þegar þú kaupir draumaskóna en kemst svo að því að vinkona þín var að fjárfesta í þeim sömu.

– Fólk sem er ALLTAF of seint þrátt fyrir að það viti alveg klukkan hvað það á að mæta.

– Þegar þú hringir í manneskju sem svarar ekki. Eftir 5 min hringir manneskjan til baka og segir „Hæ varstu að hringja?“ Ööö sástu ekki númerið mitt á skjánum ? Jú auðvitað var ég að hringja.

…. Þetta er bara lítill hluti af því, þrátt fyrir að þessi atriði fari í taugarnar á manni minnist maður sjaldan á þetta en hugsar þetta í staðinn

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here