… og veit að sjálf get ég verið alltaf í símanum en ég er komin með ógeð. Ég fékk minn fyrsta farsíma þegar ég var að verða 17 ára og þá var hann notaður til að hringja í mömmu mína eina hringingu og hún hringdi alltaf samviskusamlega til baka í litlu blönku stelpuna sína. Ég sendi aldrei sms og myndskilaboð eða internetið í símann var ekki eitthvað sem var í boði. Guði sé lof! Ef svo hefði verið hefði ég væntanlega dottið í þann drullupoll að tala við útlendinga á skype á nóttunni, snappa yfir mig og ætti væntanlega ekki jafn skemmtilegar og líflegar minningar og fáa eða enga vini. Ég sver það!
Ég hef verið töluvert á hóteli foreldra minna í sumar og verið tiltæk í að hjálpa til við að aðstoða fólk frá öllum löndum heims sem koma til að sjá þennan afskekkta stað, staðinn þar sem Sigur Rós spilaði, staðinn þar sem varla næst gsm samband, þar sem öldurnar brotna við húsvegginn og fossinn niðar öllum stundum og kríurnar syngja mann í svefn.
Ég hef tekið eftir því að fólk kemur, eins og það hafi haldið í sér andanum frá því það fór úr netsambandi, með símann í höndunum og spyr másandi (á ýmsum tungumálum): „Get ég fengið lykilorðið til að komast á netið?“ Það er engu líkara en þau séu að bíða eftir mikilvægustu skilaboðum lífs síns og þetta varði þjóðaröryggi. Svo stimplar fólk þetta inn og gengur, eins og í leiðslu, að næsta lausa borði þar sem það svalar þessari þörf sinni. Snapchat, Instagram, Facebook, Twitter, Linkedn og hvað þetta allt heitir er skannað og uppfært á meðan snæddur er hádegismatur, kaffi eða annað.
Ég VEIT að þetta kemur mér ekki við. Fólk má eyða sínum tíma eins og það vill, hvort sem það er eitt á ferð, í rómantískum kvöldverð, eða hvað sem er, en mig langar bara SVO mikið að hvetja ykkur til að leggja símann frá ykkur. Horfðu í augu fólksins sem er með þér. Horfðu á fólkið sem afgreiðir þig. Horfðu í kringum þig á umhverfið og mannlífið. Fylgstu með og njóttu þess sem þú ert að gera þá og þegar. Vittu til, ef þú heldur þessu áfram, muntu annars ranka við þér allt í einu orðin/n rígfullorðin og þú mannst ekki eftir að hafa upplifað eða séð nokkurn hlut og það eina sem þig rámar í eru sambandsuppfærslur og myndagallerí fólksins sem þú hittir aldrei og sérð aldrei, nema á Facebook.
Að lokum langar mig að vitna í Albert nokkurn Einstein
—————
Fylgstu með!
Kidda á Instagram
Hún.is á Instagram
Kidda á Snapchat: kiddasvarf
Hún.is á Snapchat: hun_snappar
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.