Söngkonan Adele á það til að vera alveg einstaklega einlæg. Á sýningunni „Weekends with Adele“ á laugardaginn opnaði hún sig um andlega heilsu sína við áhorfendur. Hún sagði frá því að hún hefði þurft að leita sér aðstoðar þegar hún var að ganga í gegnum skilnað við Simon Konecki árið 2019. „Ég var að byrja hjá sálfræðingi aftur en það eru nokkur ár síðan ég var hjá honum síðast. Ég byrjaði hjá honum þegar ég var að skilja og þá var ég hjá honum svona 5 sinnum á dag.“
Þegar hún var spurð af hverju hún hafi byrjað aftur hjá sálfræðinginum segist Adele vilja taka meiri ábyrgð á orðum sínum og gjörðum. „Ég hafði, áður fyrr, alveg hætt að bera ábyrgð á hegðun minn og því sem ég sagði af því ég gat alltaf látið mig detta í fangið á sálanum mínum. Í þetta skipti er ég að gera þetta vegna þess að ég vil bara vera viss um að ég sé besta útgáfan af mér svo ég geti gefið ykkur allt sem þið viljið á þessari sýningu. Sálfræðitíminn minn var mjög áhugaverður þessa vikuna, en við töluðum um þessa sýningu.“
Hún útskýrir með tár í augunum að hún hafi alltaf verið haldin sviðskrekk: „Ég verð alltaf svo viðkvæm. Ég elska að búa til tónlist, en það er eitthvað við að koma fram í beinni útsendingu sem hræðir mig og fyllir mig ótta. Þess vegna er ég ekki mikið að fara í tónleikaferðalög. Ég gerði það seinast til að sanna að ég gæti það. Ég gerði það síðast til að sanna að ég gæti það. En þessi upplifun hér, í sal af þessari stærð þá held ég að ég geti verið að halda tónleika það sem eftir er af lífi mínu.“
Adele segist alltaf finna fyrir mikilli þörf til að hafa allar sýningar fullkomnar, sérstaklega eftir að hún þurfti að aflýsa tónleikum í Las Vegas. Hún er samt að reyna að slaka á og njóta augnabliksins. „Ef röddin mín er ekki 100% er það í lagi, en mér líður stórkostlega í sálinni. Ég var einmitt að segja það við sálfræðinginn minn, að það að hafa mannleg samskipti um hverja helgi, gerir mig hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.“
Sjá einnig: