„Ég var rekinn í dag“ – Jóhannes Kr. með kveðjupistil

Eins og margir hafa orðið varir við var fjölmörgum starfsmönnum sagt upp í dag á RÚV og þar á meðal Jóhannesi Kr. einum ástsælasta fréttamanni þjóðarinnar.

Hann skrifaði pistil í dag á blogg sitt:

Ég var rekinn í dag eftir tæplega 3 ára dvöl í Kastljósi RÚV. Það er áfall að fá þessar fréttir sem ég og tugir annarra starfsmanna RÚV fá í dag.

Þessi tími hjá stofnuninni hefur verið frábær. Mitt fyrsta mál í Kastljósi var mjög persónulegt. Ég opnaði á sögu Sissu minnar sem lést sumarið 2010 og það að koma fram í viðtali og ræða dauða dóttur minnar er eitt það erfiðasta sem ég hef gert á minni ævi. Í framhaldinu fjallaði ég um myrkan heim læknadópsins sem er enn að taka fjölda ungs fólks í dauðann. Þessi umfjöllun hefur hjálpað mörgum.

Jóhannes segir frá starfi sínu á RÚV og dálæti sínu á rannsóknarblaðamennsku.

Á þessum tímamótum er framtíð mín óráðin að sjálfsögðu. Ég fer hinsvegar frá RÚV með stór mál sem ég hef verið með í undirbúningi í langan tíma. Sum eru komin stutt á veg – önnur lengra. Verkefnið næstu vikurnar verður að klára málin og finna þeim farveg þannig að almenningur fái upplýsingarnar.

Pistillinn í heild sinni. 

 

 

SHARE