Dýrin geta líka orðið hrædd; sér í lagi þegar heimsókn til dýralæknisins er í vændum. Af myndunum að dæma eru dýrin álíka hrædd við heimsóknir til dýralækna og mannfólkið við tannlæknastólinn, en á ljósmyndunum hér að neðan má sjá hversu skelfingu lostnir litlu loðhnoðrarnir geta í raun orðið þegar á hólminn er komið.
Einhver reyna að falla inn í umhverfið, önnur hnipra sig saman í fangi eiganda sinna og svo eru það þau sem stinga höfðinu undir skúffu. Eða skáp. Eða bora blautum nebbanum undir teppi.
Við skulum þó trúa að vel hafi farið, en þessa drepfyndnu og sorglega sætu myndaseríu er að finna á Pulptastic og sýnir svart á hvítu hversu skelfilega átakafullar heimsóknir til dýralækna geta verið – alla vega meðan setið er á biðstofunni:
Þessi borar nebbanum ofan í teppið: „Sér mig nokkur?”
Það er ekki stærðin sem skiptir máli þegar á hólminn er komið.
Biðjandi hvolpsaugu rígfullorðins dýrs … „ég vil ekki fara.”
Ef höfuðið kemst undir hilluna, fer örugglega allt vel.
Álíka hræddur og mannfólkið við tannlækna og enn ekki kominn á staðinn!
„Það sér mig enginn hér! Enginn!”
Þessi „litli” vinur reynir að renna saman við umhverfið og nota feluliti.
„Ég er ekkert stór! Ég er hræddur!”
„Af hverju er ég hérna?”
„Ég kem ekki undan peysunni. Ég neita! ”
Elsku dýrið. Stundum á hugtakið „tough love” við.
Skelfingin leynir sér ekki í augum litla dýrsins. Hvað næst?
Ótrúlegustu felustaðir verða hin besta hugmynd. Bara troða hausnum inn … og.
„En stundum þarf læknirinn að líta á …”
Þessi köttur hefur tekið ákvörðun. Þó er aðgerð ekki hafin.
Allt búið. Og fjölskyldan hlær á biðstofunni.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.