„Ég vil ekki fara til dýralæknis!”

Dýrin geta líka orðið hrædd; sér í lagi þegar heimsókn til dýralæknisins er í vændum. Af myndunum að dæma eru dýrin álíka hrædd við heimsóknir til dýralækna og mannfólkið við tannlæknastólinn, en á ljósmyndunum hér að neðan má sjá hversu skelfingu lostnir litlu loðhnoðrarnir geta í raun orðið þegar á hólminn er komið.

Einhver reyna að falla inn í umhverfið, önnur hnipra sig saman í fangi eiganda sinna og svo eru það þau sem stinga höfðinu undir skúffu. Eða skáp. Eða bora blautum nebbanum undir teppi.

Við skulum þó trúa að vel hafi farið, en þessa drepfyndnu og sorglega sætu myndaseríu er að finna á Pulptastic og sýnir svart á hvítu hversu skelfilega átakafullar heimsóknir til dýralækna geta verið – alla vega meðan setið er á biðstofunni:

 

 

1414509594900_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Þessi borar nebbanum ofan í teppið: „Sér mig nokkur?” 

1414509711026_wps_36_IT_S_the_animal_equivalen

Það er ekki stærðin sem skiptir máli þegar á hólminn er komið. 

1414509702621_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Biðjandi hvolpsaugu rígfullorðins dýrs … „ég vil ekki fara.” 

1414509862005_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Ef höfuðið kemst undir hilluna, fer örugglega allt vel.

1414509929755_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Álíka hræddur og mannfólkið við tannlækna og enn ekki kominn á staðinn! 

1414510004624_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

„Það sér mig enginn hér! Enginn!”

1414510162921_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Þessi „litli” vinur reynir að renna saman við umhverfið og nota feluliti.

1414510185753_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

„Ég er ekkert stór! Ég er hræddur!” 

1414510070898_wps_45_IT_S_the_animal_equivalen

„Af hverju er ég hérna?” 

1414510280834_wps_53_IT_S_the_animal_equivalen

„Ég kem ekki undan peysunni. Ég neita! ” 

1414510676190_wps_65_IT_S_the_animal_equivalen

Elsku dýrið. Stundum á hugtakið „tough love” við. 

1414510674858_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Skelfingin leynir sér ekki í augum litla dýrsins. Hvað næst? 

1414510358671_wps_55_IT_S_the_animal_equivalen

Ótrúlegustu felustaðir verða hin besta hugmynd. Bara troða hausnum inn … og.

1414512529566_wps_32_IT_S_the_animal_equivalen

„En stundum þarf læknirinn að líta á …” 

1414512590564_Image_galleryImage_IT_S_the_animal_equivalen

Þessi köttur hefur tekið ákvörðun. Þó er aðgerð ekki hafin. 

1414512652244_wps_35_IT_S_the_animal_equivalen

Allt búið. Og fjölskyldan hlær á biðstofunni. 

SHARE